Jóhann vann tvo leiki á EM

Jóhann Rúnar Kristjánsson.
Jóhann Rúnar Kristjánsson. mbl.is

Jóhann Rúnar Kristjánsson hafnaði í 9.-12. sæti á Evrópumeistaramóti fatlaðra í borðennis sem framfór í Króatíu um nýliðna helgi. Jóhann Rúnar keppti í fötlunarflokki MS2 eða í sitjandi flokki 2.

Jóhann Rúnar vann tvær viðureignir en tapaði einni í riðlakeppninni. Í útsláttarkeppninni eftir riðlakeppnina mætti Jóhann Frakkanum Fabien Lamirault þar sem Lamirault hafði betur eftir mikinn slag en hann tryggði sér bronsverðlaun á mótinu.

Jóhann hefur gert víðreist um heiminn síðustu mánuði og tekið þátt í mótum en hann freistar þess að tryggja sér keppnisrétt á Ólympíumóti fatlaðra sem fram fer í London á næsta ári.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert