Þrekæfing í ófærðinni

Anna Sonja Ágústsdóttir æfði í ófærðinni í gær
Anna Sonja Ágústsdóttir æfði í ófærðinni í gær Ljósmynd/Elvar Pálsson

Íslenska kvennalandsliðið í íshokkíi náði ekki æfingu saman í Reykjavík í gær, enda stór hluti liðsins veðurtepptur á Akureyri og í nærsveitum. Ísland hefur leik í B-riðli 2. deildar heimsmeistaramótsins í íshokkíi á mánudag þegar liðið mætir Tyrkjum í Skautahöllinni í Laugardal. Riðillinn fer fram í Reykjavík að þessu sinni og auk Íslands og Tyrklands eru Slóvenía, Spánn, Króatía og Belgía í riðlinum. Efsta liðið vinnur sér svo þátttökurétt í A-riðli á næsta ári, en neðsta liðið fellur niður í undankeppni B-riðilsins.

Þegar Morgunblaðið sló á þráðinn til Önnu Sonju Ágústsdóttur, fyrirliða SA og íslenska landsliðsins, var hún veðurteppt á sveitabænum Kálfagerði rétt um 40 kílómetra innan við Akureyri. Raunar tókst henni með herkjum að koma sér á næsta bæ þar sem hún var stödd í fjárhúsinu að gefa kindunum þegar blaðamaður náði af henni tali.

„Tengdaforeldrar mínir eru í Færeyjum, þannig að ég og kærastinn minn sjáum um dýrin á sveitabænum þeirra á meðan. Ég er búin að mjólka í dag og er núna að gefa kindunum,“ sagði Anna Sonja sem fékk góða þrekæfingu á leið sinni milli bæja í gærmorgun.

Sjá  viðtalið í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert