Blake fluttur burt í hjólastól

Yohan Blake var fluttur burt í hjólastól eftir að hafa …
Yohan Blake var fluttur burt í hjólastól eftir að hafa dottið. AFP

Spretthlauparinn Yohan Blake frá Jamaíku féll við í 100 metra spretthlaupi á Demantamóti í Glasgow í Skotlandi í kvöld. Blake sem er tvöfaldur silfurverðlaunahafi frá Ólympíuleikunum meiddist í miðju hlaupinu og féll við áður en hann var að lokum fluttur burt í hjólastól.

Óvíst er um meiðsli hans á þessari stundu en landi hans Nickel Ashmeade kom fyrstur í mark á tímanum 9,97 sekúndum sem er besti tími sem mældur hefur verið í Skotlandi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert