Íslandsmeistarinn sakaður um svindl

Arnar Pétursson (til hægri) Íslandsmeistari í maraþonhlaupi.
Arnar Pétursson (til hægri) Íslandsmeistari í maraþonhlaupi. Ljósmynd/Gunnlaugur Júlíusson

Pétur Sturla Bjarnason, sem kom annar Íslendinga í mark í Reykjavíkurmaraþoninu í ágúst hefur ásakað Arnar Pétursson, sem var krýndur Íslandsmeistari í maraþonhlaupi um svindl í hlaupinu í ágúst.

Kjarninn fjallar um málið, en þar segir að kæra Péturs Sturlu hafi falist í því að hjólreiðamenn hafi hjólað með Arnari drjúgan spotta af leiðinni, sem svokallaðir hérar, til þess að halda uppi hraða fyrir Arnar, sem er ólöglegt.

Málið var tekið fyrir af yfirdómnefnd Reykjavíkurmaraþons, en var vísað frá að lokum. Ítarlega er fjallað um málið í Kjarnanum í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert