Eyleifur bestur annað árið í röð

Eyleifur Jóhannsson sundþjálfari var kjörinn besti sundþjálfari Danmerkur annað árið …
Eyleifur Jóhannsson sundþjálfari var kjörinn besti sundþjálfari Danmerkur annað árið í röð. mbl.is/Ómar Óskarsson

Eyleifur Jóhannesson var í gær kjörinn sundþjálfari ársins í Danmörku annað árið í röð en útnefningin fór fram í hófi sem haldið var í Billund á Jótlandi. Eyleifur hefur undanfarin ár verið yfirþjálfari sundfélagsins í Álaborg.

Hann hefur á nokkrum árum gjörbreytt félaginu og nú er svo komið að það er fremsta sundfélag Danmerkur og hefur orðið bæði bikar- og Danmerkurmeistari.

Undir stjórn Eyleifs æfa nokkrir af allra fremstu sundmönnum Danmerkur og eru sumir þeirra meðal allra fremstu sundmanna Evrópu. Má þar nefna Mie Nielsen og Viktor Bromer.

Eyleifur kom hingað til lands fyrir um ári með úrvalshóp sundmanna sinna og voru þeir í æfingabúðum í 10 daga.

Eyleifur er samningsbundinn Álaborgarliðinu fram til ársins 2018.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert