„Erfitt bæði andlega og líkamlega“

Arna Stefanía Guðmundsdóttir
Arna Stefanía Guðmundsdóttir mbl.i/Þórir Ó. Tryggvason

„Ég hef verið í ÍR síðan ég var 8 ára og á fullt af góðum vinum þar sem styðja mig áfram. Þetta var mjög erfið ákvörðun en ég fann að hún væri rétt. Ég veit að sumt fólk er ósátt við mig innan ÍR en ég varð bara að hugsa um sjálfa mig,“ sagði Arna Stefanía Guðmundsdóttir, ein fjögurra landsliðsmanna í frjálsum íþróttum sem gengið hafa í raðir FH

 Arna missti af stærstum hluta síðasta keppnistímabils vegna meiðsla en er svo sannarlega í hópi efnilegasta frjálsíþróttafólks landsins.

„Eftir að ég meiddist í sumar fannst mér að ég þyrfti að breyta til. Ég held að við Þráinn [Hafsteinsson, þjálfari Örnu hjá ÍR] höfum bæði séð á þessum tíma að það væri gott að ég leitaði annað. Hann var eflaust ósáttur við að ég skyldi skipta um félag en virti mína ákvörðun. Við höfum unnið lengi saman, ég hef alltaf verið á sama staðnum og var bara orðin þreytt bæði andlega og líkamlega. Þess vegna vildi ég leita annað og fá kannski nýja sýn á þetta. Ég vildi líka bara finna gleðina aftur, enda ekkert auðvelt að meiðast svona,“ sagði Arna sem meiddist í ökkla en kveðst hafa náð sér vel af þeim meiðslum nú.

Sjá allt viðtalið við Örnu í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert