Ásdís tryggði sig inn á HM og til Ríó

Ásdís Hjálmsdóttir.
Ásdís Hjálmsdóttir. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Ásdís Hjálmsdóttir, spjótkastari, náði heldur betur stórum áfanga í kvöld þegar hún sigraði á móti í Ríga í Lettlandi.

Ásdís kastaði spjótinu 62,14 metra og tryggði sér sigurinn, en kastið hjó einnig nærri Íslandsmeti hennar sem er 62,77. Það setti hún í ágúst 2012 á Ólympíuleikunum í London. Til að toppa árangurinn enn frekar náði hún í leiðinni lágmarki inn á heimsmeistaramótið í Peking í sumar, en lágmarkið þangað er 61 metri.

Þá náði hún einnig lágmarki á Ólympíuleikana í Ríó, en lágmarkið þangað var 62 metrar. Draumakvöld hjá Ásdísi og vert að óska henni innilega til hamingju.

<div> <div></div> </div>

<a href="https://instagram.com/p/3PJ85lPSCl/" target="_top">3 birds 1 stone and all that! 62,14 m, a win today and I'm qualified for #Beijing World Champs and #RioOlympics!! 💪👊 #Speachless #GameOfThrows #Season2015 #RigaCup</a>

A photo posted by Ásdís Hjálms (@asdishjalms) on May 28, 2015 at 12:09pm PDT

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert