Af harkinu og handjárnunum

Sepp Blatter fagnar kosningu sinni sem forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins (FIFA) til …
Sepp Blatter fagnar kosningu sinni sem forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins (FIFA) til næstu fjögurra ára í Zürich í gær. mbl.is/afp

Slagarinn Sekur með hljómsveitinni Start var eitt síðasta lagið sem ég heyrði áður en ég lagðist á koddann á þriðjudagskvöldið. Var þá að hlusta á útvarpið á leið frá Akranesi þar sem ég sá leik ÍA og Breiðabliks á hinu litla og vonandi óspillta Íslandsmóti í knattspyrnu.

Fyrstu fréttir sem maður varð var við morguninn eftir voru af húsleit í höfuðstöðvum FIFA, Alþjóðaknattspyrnusambandsins í Sviss. Einnig voru margir af forkólfum FIFA handteknir. Eiríkur Hauksson glumdi í höfði mínu syngja: „Aðeins hark og handjárnin.“

Fljótlega áttaði ég mig á því að Íslandsvinurinn Sepp Blatter yrði ekki handtekinn. Í það minnsta ekki í þessari atrennu. Hann slapp við handjárnin en mikið hark er framundan hjá þessum leiðtoga knattspyrnuheimsins síðustu 17 árin.

Sjá viðhorfsgrein Kristjáns Jónssonar í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert