Til mikils er ætlast af Málaga

Jón Arnór Stefánsson.
Jón Arnór Stefánsson. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Úrslitakeppnin í úrvalsdeild spænska körfuboltans er hafin en þar eiga Íslendingar sinn fulltrúa eins og undanfarin ár, Jón Arnór Stefánsson.

Jón er í sterkara liði en áður á Spáni en lið hans Unicaja Málaga hafnaði í 3. sæti í deildakeppninni. Liðið vann fyrsta leikinn gegn Laboral á fimmtudagskvöldið 69:55. Vinna þarf tvo leiki til að komast í undanúrslit og þar verður þá andstæðingurinn stórlið Barcelona ef að líkum lætur.

„Við getum gert góða hluti í þessari úrslitakeppni. Við erum með rosalega vel mannað lið, breiðan hóp og gott leikskipulag. Ef við spilum af eðlilegri getu, eins og við gerðum mestallt tímabilið, þá höfum við roð við öllum þessum liðum. Við gætum alveg strítt Barcelona í undanúrslitum ef við komumst þangað en við skulum byrja á því að komast í gegnum 8-liða úrslitin,“ sagði Jón Arnór þegar Morgunblaðið náði sambandi við hann í gær.

Sjá viðtal við Jón Arnór í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert