Vonbrigði hvernig sumarið þróaðist

Aníta Hinriksdóttir hefur lent í mótlæti í sumar og meðal …
Aníta Hinriksdóttir hefur lent í mótlæti í sumar og meðal annars glímt við meiðsli í fyrsta sinn að ráði. mbl.is/Árni Sæberg

„Hún er svekkt og vonsvikin hvernig þetta hefur þróast í sumar og hefur ekki verið eins bjartsýn og við vorum í upphafi tímabils.“

Þetta segir Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari Anítu Hinriksdóttur, í samtali við Morgunblaðið um möguleika hennar á að tryggja sér sæti á heimsmeistaramótinu í Peking í næsta mánuði.

Besti tími Anítu á árinu er einungis 50/100 úr sekúndu frá lágmarkinu inn á mótið, sem er 2:01,00 mínútur. Ætli hún sér til Peking þarf hún að ná lágmarkinu fyrir 10. ágúst næstkomandi, en tíminn dugar einnig til að tryggja sig inn á Ólympíuleikana í Ríó að ári.

Sjá viðtal við Gunnar Pál í heild í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert