Hrafnhildur syndir fyrst kvenna til úrslita á HM

Hrafnhildur Lúthersdóttir.
Hrafnhildur Lúthersdóttir.

Hrafnhildur Lúthersdóttir tryggði sér nú rétt í þessu sæti í úrslitum 100 metra bringusunds á heimsmeistaramótinu sem fram fer í Kazan í Rússlandi.

Eins og fram kom á mbl.is í morgun náði Hrafnhildur sjötta besta tímanum í undanrásum og bætti um leið Íslandsmet sitt í greininni. Hún synti á 1:06,87 mínútum í morgun en tími hennar í undanúrslitunum nú seinni partinn var 1:07,11 mínútur og varð hún áttunda og síðust inn í úrslitin.

Úrslitin fara fram á morgun, þriðjudag, en þetta er í fyrsta sinn sem íslensk sundkona keppir til úrslita á heimsmeistaramóti í 50 metra laug, en Hrafnhildur hefur einnig komist í úrslit á HM í 25 metra laug.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert