Gaf Usain Bolt gjöf eftir tæklinguna frægu

Hið ótrúlega atvik sem átti sér stað á heimsmeistaramótinu í frjálsum í gær þegar kínverskur myndatökumaður skriðtæklaði Usain Bolt á segwey-farartæki hefur vart farið framhjá mörgum.

Myndatökumaðurinn, Tao Song, hitti Bolt á ný í morgun og baðst afsökunar á atvikinu. Hann gaf honum gjöf við tilefnið til þess að sýna iðrun sýna, en Bolt virtist vera í léttu skapi þegar þeir félagar hittust í morgun eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.

Myndbandið hefur gengið eins og eldur um sinu, enda einkar slysalegt.

Sjá: „Hann reyndi að drepa mig“ - myndskeið

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert