Fylgir landsliðunum inn á völlinn

Gunnar Eggink er átta ára gamall drengur sem búsettur er í Hollandi. Hann á íslenska móður, Helgu Garðarsdóttur, og hollenskan föður. Gunnar mun fylgja landsliðum Íslands og Hollands inn á völlinn þegar liðin mætast annað kvöld í undankeppni EM 2016.

Fram kemur á Fótbolti.net að Gunnar hafi tekið þátt í myndasamkeppni og verið einn af þeim sem þóttu hafa staðið sig best í henni. Verðlaunin voru að leiða liðin inn á völlinn. Gunnar teiknaði mynd úr fótboltaleik AZ Alkmaar og Feyenoord og með fylgdi bréf þar sem hann færði rök fyrir því hvers vegna hann ætti að verða fyrir valinu.

Þegar hollenska ríkisútvarpið komst að því að íslensk/hollenskur drengur væri í hópnum sem fylgdi landsliðunum inn á völlinn og hyggst mæta heim til hans á morgun og fylgja honum síðan eftir frá hádegi og fram að leiknum.

Hollenska sjónvarpið komst að því að íslensk/hollenskur drengur væri kominn í þetta hlutverk í leiknum og ætlar að mæta heim til hans og fylgja honum eftir frá hádegi á morgun og fram að leik. Gunnar fékk sér sérstaka fótboltatreyju í tilefni af þessu sem samsett er af landsliðsbúningum Íslands og Hollands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert