Tapaði fyrir áttföldum heimsmeistara

Þormóður Árni Jónsson
Þormóður Árni Jónsson mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Þormóður Árni Jónsson úr Júdófélagi Reykjavíkur fór upp um átta sæti á heimslistanum á heimsbikarmóti í Suður-Kóreu í morgun. Þormóður vann fyrstu glímu sína í mótinu gegn andstæðingi sem er mun ofar á heimslistanum. 

Þormóður vann Freddy Figuroa frá Ekvador sem er í 35. sæti heimslistans og skoraði gegn honum Wasaari. Þá mætti Þormóður sjálfum Ólympíumeistaranum Teddy Riner sem jafnframt er áttfaldur heimsmeistari og tapaði. Riner hefur raunar ekki tapað glímu frá árinu 2010. 

Þormóður er í 72. sæti heimslistans og á góða möguleika á þvi að komast á Ólympíuleikana í Ríó. Hann hefur verið að fikra sig upp heimslistann með þátttöku í mótum erlendis undanfarna mánuði en hafði fallið nokkuð niður listann eftir leikana í London þegar hann dró úr þátttöku á alþjóðlegum mótum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert