Gunnar Nelson dansar við „Sorry“

Gunnar Nelson fer á kostum í myndbandinu.
Gunnar Nelson fer á kostum í myndbandinu. Ljósmynd/Skjáskot

Gunnar Nelson, bardagamaður í Mjölni, fer á kostum í nýju myndbandi við lagið „Sorry“ sem kanadíska poppstjarnan Justin Bieber gerði frægt á dögunum. Árshátíð Mjölnis fór fram um helgina en myndbandið var frumsýnt þar.

Starfsfólk Mjölnis ákvað að búa til eigin útgáfu af myndbandi við lag Biebers en útkoman er mögnuð.

Gunnar hefur undanfarin ár verið öflugasti bardagamaður Íslands en hann berst í veltivigt í UFC-deildinni.

Bieber gaf út lagið „Sorry“ fyrir fjórum mánuðum en myndbandið er ansi skemmtilegt. Þó verður að segjast að myndband Gunnars og félaga er töluvert skemmtilegra. Gunnar kemur fram ásamt fleiri stórum nöfnum innan geirans en Haraldur Dean Nelson, framkvæmdastjóri Mjölnis, og Jón Viðar Arnþórsson, formaður Mjölnis, koma einnig fram í því.

Hægt er að sjá þetta stórskemmtilega myndband hér fyrir neðan.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert