Hrafnhildur 1/100 úr sek. frá heimsmethafanum og í úrslit

Hrafnhildur Lúthersdóttir.
Hrafnhildur Lúthersdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Silfurverðlaunahafinn frá því í gær, Hrafnhildur Lúthersdóttir úr Sundfélagi Hafnafjarðar, tryggði sig inn í úrslitasundið í 200 metra bringusundi á Evópumeistaramótinu í 50 metra laug í London er hún synti á tímanum 2:24,11 mínútum. Úrslitasundið fer fram á morgun kl. 17:40.

Heimsmethafinn, Daninn Rikke Mølller, er einum hundraðasta hluta úr sekúndu á undan Hrafnhildi í úrslitasundið, sem gefur góð fyrirheit, svo ekki sé meira sagt en tími Hrafnhildar er sá fjórði besti af þeim sem keppa til úrslita á morgun.

Hrafnhildur rétt missti af 2. sætinu í kvöld sem hefði fleytt henni beint í úrslit en hún var hins vegar með fjórða besta tímann af þeim sem keppa til úrslita eftir að úrslitin í seinni undanúrslitariðlinum urðu ljós.

Hrafnhildur var lengi vel í 1. og 2. sætinu í sundinu í kvöld en Viktoria Zeyep frá Tyrklandi var rétt á undan henni, á 2:23,94 mínútum og tryggði sér 2. sætið.

Hrafnhildur á Íslandsmetið í greininni, en það er 2:23,06 mínútur, sem hún setti á heims­meist­ara­mót­inu í fyrra í Rússlandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert