Bætir enn á sig blómum

Fanney Hauksdóttir varð heimsmeistari á dögunum.
Fanney Hauksdóttir varð heimsmeistari á dögunum. mbl.is/Styrmir Kári

Íslendingar eiga heimsmeistara í fullorðinsflokki í íþrótt sem hlýtur að vera einhver allra vinsælasta líkamsrækt í heimi ef sá iðkendafjöldi væri mældur sérstaklega. Þar er átt við bekkpressuna sem flestir ættu að kannast við sem rápað hafa inn í líkamsræktarstöðvar. Fanney Hauksdóttir úr Gróttu sigraði í sínum þyngdarflokki, -63 kg flokki, á heimsmeistaramótinu í klassískri bekkpressu í Suður-Afríku á dögunum.

Fanney er komin heim og Morgunblaðið náði að trufla hana í gær áður en hún fór að veita viðtöku skírteini, sem gerir henni kleift að vinna í háloftunum, en Fanney mun starfa hjá Icelandair í sumar. Fanney segist vön því að vinna fulla vinnu á sumrin svo það ætti ekki að breyta miklu varðandi kraftlyftingarnar. „Ég hef alltaf unnið 100% vinnu á sumrin og meðal annars í vaktavinnu. Ég geri því ekki ráð fyrir að þetta trufli lyftingarnar. Mér finnst fínt að hafa nóg að gera og þannig virka ég best, held ég.“

Viðtalið má sjá í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert