HK hafði sigur í oddahrinu

Íslandsmeistarar Aftureldingar í blaki kvenna töpuðu í kvöld fyrir HK í fimm hrinu hörkuleik í Fagralundi í Kópavogi. HK vann oddahrinurnar 15:11.

Afturelding hafði betur í fyrstu hrinu, 25:11. HK sneri leiknum sér í hag og vann aðra hrinu, 25:21 og enn aðra hrinu, 25:23. Aftureldingarliðið knúði fram oddahrinu og sigraði í fjórðu hrinu, 25:22. 

Elísabet Einarsdóttir var stigahæst í liði HK með 23 stig og Fríða Sigurðardóttir skoraði 14. Hjá Aftureldingu var Ceannie Kincade stigahæst með 20 stig og Kate Yeazel með 18 stig.

Afturelding er eftir sem áður í efsta sæti deildarinnar. Liðið hefur 37 stig. HK er einu stigi á eftir og á leik til góða. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert