Ragna með þrjú Íslandsmet í Minsk

Ragna Guðbrandsdóttir
Ragna Guðbrandsdóttir Ljósmynd/kraft.is

Ragna Guðbrandsdóttir hafnaði í dag í sjöunda sæti í 63 kg flokki telpna (U18) á heimsmeistaramótinu í klassískum kraftlyftingum, sem stendur yfir í Minsk í Hvíta-Rússlandi.

Ragna náði 120 kg í hnébeygju og setti með því nýtt Íslandsmet í telpnaflokki. Í bekkpressu bætti hún einnig metið með því að lyfta 62,5 kg. Ragna náði ekki alveg sínu besta fram í réttstöðunni og sat eftir með byrjunarlyftuna, 120 kg. Hún hafnaði í sjöunda sæti í samanlögðu með 302,5 kg, sem er nýtt Íslandsmet telpna.

Þetta er fyrsta alþjóðamót Rögnu og lofar árangurinn góðu fyrir framtíðina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert