Horfðir þú ekki örugglega á leikinn?

mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Mikil spenna var fyrir leik Íslands og Frakklands í kvöld á Evrópumeistaramótinu í knattspyrnu, sem fer fram í Hollandi. Hópur fólks kom saman á EM-torginu svokallaða á Ingólfstorgi, og er óhætt að segja að þar hafi harðir stuðningsmenn verið á ferð, enda veðrið ekki upp á sitt besta. En fólk bjó sig einfaldlega eftir veðri.

Stemningin á torginu var góð, en þar voru bæði íslenskir stuðninsmenn kvennalandsliðsins og erlendir ferðamenn samankomnir. Víkingaklappið var að sjálfsögðu tekið.

Einhverjir flúðu veðrið inn á nærliggjandi bari og yljuð sér með drykk í hönd. Aðrir kusu einfaldlega að á horfa á leikinn innandyra og jafnvel bara heima í stofu. En líklegt er að langflestir Íslendingar hafi að minnsta kosti horft með öðru auganu á hluta leiksins.

Ljósmyndarar mbl.is föngðuðu stemninguna á EM-torginu og víðar.

mbl.is/Hanna Andrésdóttir
mbl.is/Hanna Andrésdóttir
mbl.is/Hanna Andrésdóttir
mbl.is/Hanna Andrésdóttir
mbl.is/Hanna Andrésdóttir
mbl.is/Hanna Andrésdóttir
mbl.is/Hanna Andrésdóttir
mbl.is/Hanna Andrésdóttir
mbl.is/Hanna Andrésdóttir
mbl.is/Hanna Andrésdóttir











mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert