Hleypur 192 km á viku

Mo Farah er sigursælasti frjálsíþróttamaður Englands.
Mo Farah er sigursælasti frjálsíþróttamaður Englands. AFP

Spretthlauparinn Usain Bolt er ekki sá eini sem stefnir að því að kveðja með stæl á HM í frjálsum í London. Ólympíumeistarinn í fimm og tíu þúsund metrum, Mo Farah, hefur lagt hart að sér í aðdraganda HM. Hann ætlar að láta gott heita í þessum greinum eftir HM en búist er við að hann muni þá snúa sér að því að hlaupa maraþon.

Í nýrri heimildamynd um Farah kemur fram að hann hafi hlaupið 192 kílómetra á viku í undirbúningi sínum og stundað að elta menn á reiðhjóli á hlaupabrautinni. Mo Farah er fjórfaldur ólympíu- og heimsmeistari í fyrrnefndum vegalengdum og ætlar sér að bæta við gullverðlaunum á heimavelli í London. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert