Dalic tekur við beislinu hjá Króatíu

Zlatko Dalic, landsliðsþjálfari Króatíu.
Zlatko Dalic, landsliðsþjálfari Króatíu. AFP

Zlatko Dalic hefur verið ráðinn þjálfari króatíska karlalandsliðsins í knattspyrnu, en hann tekur við liðinu af Ante Cacic sem var látinn taka pokann sinn eftir 1:1-jafntefli liðsins gegn Finnlandi í undankeppni HM 2018 í gær.

Dalic hefur stýrt Al-Ain frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum síðustu þrjú árin, en hann kom liðinu í úrslitaleik Meistaradeildar Asíu á síðasta keppnistímabili. 

Dalic mun stýra króatíska liðinu sem mætir Úkraínu í lokaumferð undankeppninnar. Króatía og Úkraína eru jöfn að stigum með 17 stig í öðru til þriðja sæti í I-riðlinum, en Ísland trónir á toppi riðilsins með 19 stig. 

Liðið sem hafnar í efsta sæti riðilsins fer beint í lokakeppni heimsmeistaramótsins, en átta stigahæstu liðin í öðru sætum riðlanna níu í undankeppninni fara hins vegar í umspil um fjögur laus sæti í lokakeppninni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert