Síðasta keppni Ásdísar á ferlinum

Ásdís Hjálmsdóttir
Ásdís Hjálmsdóttir Skapti Hallgrímsson

Frjálsíþróttakonan Ásdís Hjálmsdóttir keppir í síðasta sinn í spjótkasti í dag og lýkur þar með tuttugu ára ferli hennar í fremstu röð.

Ásdís, sem verður 35 ára á árinu, ætlaði að ljúka glæst­um tutt­ugu ára frjálsíþrótta­ferli með því að kom­ast á Ólymp­íu­leik­ana í Tókýó í sum­ar og keppa síðan á Evr­ópu­meist­ara­mót­inu í Par­ís. Ólymp­íu­leik­un­um var hins vegar frestað til næsta árs og EM af­lýst end­an­lega vegna kórónuveirunnar.

Í staðinn hefur hún keppt á nokkrum smærri mótum í sumar og lýkur á Castorama-mótinu í Svíþjóð í dag. Hún á Íslandsmetið í spjótkasti og hefur slegið það alls sjö sinnum. Hennar lengsta kast er 63,43 metrar frá árinu 2017 og hefur verið nálægt því í sumar, kastaði meðal annars 62,66 metra í júní.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert