Hiti í vigtun Fury og Usyk

Tyson Fury og Oleksandr Usyk
Tyson Fury og Oleksandr Usyk AFP/Yasser al-UMARI

Tyson Fury og Oleksandr Usyk berjast á morgun um heimsmeistaratitilinn í þungavigt í hnefaleikum í Sádí Arabíu. Köppunum lenti saman eftir að hafa stigið á vigtina fyrir bardagann og þurfti að stía þeim í sundur.

Bardagi morgundagsins er stór viðburður þar sem heimsmeistaratitlarnir fjórir, IBF, WBA, WBC og WBO, verða sameinaðir og sigurvegarinn verður óumdeildur heimsmeistari í þungavigt. Enski risinn Fury hefur aldrei verið léttari, 117.4 kg, á meðan Usyk er þyngri en nokkru sinni fyrr, 101.6 kg.

Fury þrýsti enninu á sér í höfuð Usyk eftir að báðir menn höfðu stigið á vigtina en Úkraínumaðurinn gaf ekkert eftir og endaði Fury á að ýta Usyk með báðum höndum. Öryggisverðir voru fljótir að stíga í milli en faðir Fury, John Fury, réðst á liðsmann Usyk í vikunni og öryggisgæslan því á tánum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert