Birgir lék á 79 höggum

Birgir Leifur Hafþórsson.
Birgir Leifur Hafþórsson. Reuters

Birgir Leifur Hafþórsson atvinnukylfingur úr GKG hefur lokið leik á í fyrsta hring Alfred Dunhill meistaramótinu sem fram fer á  Leopard Creek við Mpumalanga í Suður-Afríku. Hann lék á 79 höggum eða 7 höggum yfir pari en hann fékk tvo fugla í röð á lokaholunum og lagaði stöðu sína aðeins. Hann er í 130. sæti þessa stundina og þarf að leika gríðarlega vel á morgun til þess að komast í gegnum niðurskurðinn.

Birgir lék fyrri holurnar 9 á 38 höggum, þremur yfir pari, en á síðari 9 holunum fékk hann m.a. tvo skramba (+2), þrjá skolla (+1) og þrjá fugla (-1).

Birgir mun leika á tveimur mótum í Suður-Afríku á næstu 10 dögum.  Hann lék á þessu móti fyrir ári síðan og hóf hann leik með því að leika á 77 höggum og 75 höggum á öðrum keppnisdegi. Hann komst því ekki í gegnum niðurskurðinn. Birgir lék aldrei á 79 höggum á þeim mótum sem hann tók þátt í á síðasta tímabili en lélegasti árangur hans var 78 högg.

Skorkort Birgis

Staðan á mótinu.

Birgir fékk óvæntan gest. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert