Á brattann að sækja hjá íslensku kylfingunum

Heiðar Davíð Bragason.
Heiðar Davíð Bragason. mbl.is

Heiðar Davíð Bragason, GR,  lék á einu höggi undir pari á fyrsta keppnisdegi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina í golfi í Þýskalandi í dag, 71 höggi, en þrátt fyrir það er hann aðeins í 54.-60. sæti af alls 132 kylfingum. Aðeins 20 efstu af þessum velli komast á 2. Stig úrtökumótsins að loknum fjórum hringjum. Fimm íslenskir kylfingar hófu leik í dag á Fleesensee-vellinum í Þýskalandi.

Sigurpáll Geir Sveinsson úr Kili Mosfellsbæ lék á pari vallar, 72 höggum, og hann er í 61.-72 sæti. Stefán Már Stefánsson úr GR er á 73 höggum í 74.-90. sæti, en félagar hans úr GR, þeir Sigurþór Jónsson og Arnór Finnbjörnsson léku á 76 höggum eða 4 höggum yfir pari. Þeir eru í 108.-119. sæti.

Besta skorið á fyrsta keppnisdegi mótsins átti Philip Jacobsen frá Danmörku en hann lék á 10 höggum undir pari vallar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka