Woods fékk 1,25 milljarða

Phil Mickelson slær á 7. teig í Atlanta í dag.
Phil Mickelson slær á 7. teig í Atlanta í dag. Reuters

Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson vann síðasta mótið í FedEx bikarkeppninni, sem lauk í Atlanta í kvöld. Landi hans Tiger Woods varð í 2. sæti og tryggði sér þar með sigur í stigakeppni mótanna og 10 milljóna dala verðlaunafé, jafnvirði 1,25 milljarða króna.

Mickelson lék síðasta hringinn á lokamóti FedEx í Atlanta í kvöld á 65 höggum undir pari og lauk keppni á 271 höggi, 9 höggum undir pari. Er þetta fyrsti sigur Mickelsons frá því kona hans og móðir greindust báðar með brjóstakrabbamein í byrjun ársins.

Woods lék á 70 höggum í dag og á 274 höggum alls sem nægði í 2. sætið og til sigurs í stigakeppni FedEx mótanna. 

Tiger Woods slær úr sandgryfju við 9. flöt.
Tiger Woods slær úr sandgryfju við 9. flöt. Reuters
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert