Tiger í forystu ásamt Furyk og Toms

Tiger vippar boltanum úr sandgryfju. stækka

Tiger vippar boltanum úr sandgryfju. AFP

Bandaríkjamennirnir Tiger Woods, Tim Furyk og David Toms eru með forystu eftir tvo hringi á US Open í golfi sem stendur yfir í San Fransisco. Allir hafa þeir leikið á 139 höggum.

Næstir á eftir þeim á 141 höggi koma þeir John Peterson, Bandaríkjunum, Belginn Nicolas Colsaerts, N-Írinn Graeme McDowell og Michael Thompson frá Bandaríkjunum.

Tiger Woods lék allan hringinn á 70 höggum en hann stefnir á að vinna US Open í fjórða sinn og vinna þar með sitt 15. risamót á ferlinum.

Meðal þeirra sem ekki komust í gegnum niðurskurðinn voru Englendingurinn Luke Donald, efsti maður á heimlistanum, en hann var á samtals 11 höggum yfir parinu. N-Írinn Rory McIlroy sem fagnaði sigri á US Open í fyrra er einnig úr leik.

  • Til baka
  • Blogga um frétt
  • Senda