Watson: Allt öðruvísi sigur

Bubba Watson í græna jakkanum í gærkvöld eftir að Adam …
Bubba Watson í græna jakkanum í gærkvöld eftir að Adam Scott, sigurvegarinn í fyrra, hafði klætt hann í þessa eftirsóttu flík. AFP

Bandaríkjamaðurinn Bubba Watson sagði eftir að hafa tryggt sér sigur á Masters-mótinu í golfi í annað sinn á þremur árum í gærkvöld að þetta hefði verið allt öðruvísi en þegar hann sigraði á Augusta-National vellinum fyrir tveimur árum.

Watson stakk keppinautana af á 13. brautinni á lokahringnum í gærkvöld, náði þá þriggja högga forskoti á Jordan Spieth og Jonas Blixt frá Svíþjóð og lét það ekki af hendi á lokasprettinum.

„Þegar ég vann hérna fyrst var ég dálítið heppinn. Þessi sigur vannst hinsvegar með mikilli vinnu og einbeitingu. Eftir að hafa látið jakkann frá mér í fyrra vildi ég fá hann aftur. Ég sagði við Adam (Scott) að við skyldum bara skiptast á að fara í hann. Ég hef aldrei verið jafn hrifinn af græna litnum," sagði hinn 35 ára gamli Watson sem er sautjándi kylfingurinn til að vinna  Masters oftar en einu sinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert