Birgir Leifur bætti metið

Birgir Leifur Hafþórsson Íslandsmeistari 2016
Birgir Leifur Hafþórsson Íslandsmeistari 2016 mbl.is/Árni Sæberg

Birgir Leifur Hafþórsson varð rétt í þessu Íslandsmeistari í höggleik í sjöunda skipti þegar hann lék Jaðarsvöll á Akureyri á samtals 8 undir pari. 

Birgir bætti þar með með sem hann deildi með Björgvini Þorsteinssyni GA og Úlfari Jónssyni sem lengst lék fyrir Keili. 

Birgir tókst að elta uppi marga kylfinga sem voru fyrir ofan hann eftir gærdaginn og komast fram úr þeim. Birgir lék í dag á 66 höggum sem er fimm högg undir pari. Fékk fimm fugla og þrettán pör. 

Axel Bóasson úr Keili og Bjarki Pétursson GB voru aðeins höggi á eftir Birgi á 7 undir pari samtals. Þeir voru á eftir honum í ráshópi í dag og fengu því tækifæri til að jafna við Birgi en tókst til að mynd ekki að ná fugli á par 5 holunum, 15. og 17. holu. 

Þórður Rafn Gissurarson Íslandsmeistari 2015 úr GR var á 6 undir pari samtals sem og Rúnar Arnórsson úr Keili. Næstir komu Gísli Sveinbergsson úr Keili og Aron Snær Júlíusson GKG á 5 undir pari. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert