Auglýst eftir þjálfara

Úlfar Jónsson er að hætta sem landsliðsþjálfari.
Úlfar Jónsson er að hætta sem landsliðsþjálfari. Ljósmynd/golf.is

Golfsamband Íslands mun auglýsa starf landsliðsþjálfara á næstunni. Tilkynnt var seint í ágúst að Úlfar Jónsson myndi láta af störfum sem landsliðsþjálfari. Úlfar mun starfa út þetta ár, en hann var í 50% starfi hjá GSÍ sem landsliðsþjálfari. Innan golfhreyfingarinnar hafa átt sér stað vangaveltur um hvort breyta skuli umfangi starfsins eða hvort nálgast megi afreksstarfið með sama hætti og síðustu ár.

„Ákveðið hefur verið að auglýsa starfið og verður það auglýst á næstu dögum bæði hérlendis sem erlendis. Þegar umsóknir hafa borist munu afreksnefnd GSÍ og stjórn GSÍ vinna úr þeim til að velja heppilegan kandídat í starfið,“ sagði Haukur Örn Birgisson, forseti GSÍ, þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær.

Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert