Valdís Þóra komst örugglega á lokastigið

Valdís Þóra Jónsdóttir
Valdís Þóra Jónsdóttir Ljósmynd/GSÍ

Valdís Þóra Jónsdóttir, kylfingur úr Leyni, er komin áfram á lokaúrtökumótið fyrir Evrópumótaröðina eftir að hafa hafnað í 10. sæti á fyrsta stigi úrtökumótanna.

Leikið er í Marokkó, en fjórði og síðasti hringurinn var spilaður í dag þar sem Valdís lék á 75 höggum eða þremur yfir pari. Hún var samtals á tólf höggum yfir pari eftir hringina fjóra og hafnaði að lokum í tíunda sæti.

Rétt um 30 kylfingar tryggðu sæti sitt á lokaúrtökumótinu, en þeir sem spiluðu á 22 höggum yfir pari og betur komust áfram. Madelene Sagström frá Svíþjóð var langefst á 17 höggum undir pari.

Loka­úr­töku­mótið fer einnig fram í Mar­okkó, 17.-21. des­em­ber.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert