„Mér líður mjög vel með þetta“

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir slær teighögg á mótinu á Bahama-eyjum.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir slær teighögg á mótinu á Bahama-eyjum. Ljósmynd/golf.is

„Þetta var mjög skemmtilegur hringur, gaman að spila með þessum kylfingum,“ sagði Ólafía Þórunn Kristinsdóttir eftir að hafa komist með glæsibrag í gegnum niðurskurð á sínu fyrsta móti á LPGA-mótaröðinni í golfi í dag.

Ólafía lék á fimm höggum undir pari í dag og er í 20.-24. sæti mótsins, sem fram fer á Bahama-eyjum.

Frétt mbl.is: Ólafía spilaði stórkostlega og flaug áfram

„Mér líður mjög vel með þetta. Ég er ekki búin að fara alveg yfir tölfræðina á þessum hring en ég var ekki með skolla sem er mjög gott,“ sagði Ólafía við golf.is.

„Það voru nokkur högg sem hefðu mátt vera betri og ég setti mig í nokkrar erfiðar stöður sem ég leysti ágætlega. Besti hringur minn í móti er -7 og þessi kemst því nálægt honum. En þetta er alla vega besti hringurinn hjá mér á LPGA,“ sagði Ólafía létt, enda um að ræða annan hring hennar á ferlinum á LPGA.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert