Ólafía lét erfiða byrjun ekki á sig fá

Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. AFP

Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er á einu höggi yfir pari eftir fyrsta hring á LPGA-mótinu Manulife LPGA Classic sem hófst í Cambridge í Ontaríó-fylki í Kanada í dag. Eftir erfiða byrjun rétti hún vel úr kútnum.

Ólafía byrjaði hringinn á skramba og fékk skolla í kjölfarið, svo hún var komin þremur höggum yfir parið eftir tvær holur. Spilamennskan batnaði hins vegar eftir það og þegar yfir lauk hafði hún krækt í fjóra fugla og bætt við tveimur skollum. Hún kom því í hús á 73 höggum eða einu höggi yfir pari.

Ólafía er í 82.-98. sæti eftir fyrsta hringinn, en um það bil 70 fyrstu komast áfram í gegnum niðurskurðinn eftir annan hringinn á morgun. Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Ólafía í Ontaríó, 1. dagur opna loka
kl. 23:03 Textalýsing 18. Fugl - Ólafía klárar hringinn á fugli á þessari par 5 holu og er því á einu höggi yfir pari eftir fyrsta hring. Hún er jöfn fleiri kylfingum í 81.-98. sæti.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert