Birgir Leifur á fimm undir pari í dag

Birgir Leifur Hafþórsson.
Birgir Leifur Hafþórsson. Ljósmynd/GSÍ

Kylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson lék mjög vel á öðrum degi Made in Denmark-mótsins á Evrópsku áskor­enda­mótaröðinni í golfi á Jótlandi í dag. Birgir lék á 67 höggum, eða fimm höggum undir pari vallarins. Birgir fékk fimm fugla og 13 pör í dag. 

Birgir fór upp í 12.-19. sætið með spilamennskunni en hann var í 54.-64. sæti eftir hringinn í gær sem hann lék á 71 höggi. Athygli vekur að Birgir hefur ekki fengið einn einasta skolla á hringjunum tveimur. 

Hann hefur fengið 30 pör og sex fugla samanlagt á hringjunum tveimur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert