Besti vinur Rory verður kylfusveinn

Rory sagði skilið við JP stuttu eftir Opna breska meistaramótið.
Rory sagði skilið við JP stuttu eftir Opna breska meistaramótið. AFP

Rory McIlroy hefur beðið besta vin sinn um að vera kylfusveinn fyrir sig á síðasta risamóti ársins, PGA-meistaramótinu. Vinurinn, Harry Diamond, mun hefja störf á WGC Bridgestone Invitational mótinu sem hefst á fimmtudag. McIlroy sagði skilið við kylfusvein sinn til níu ára, JP Fitzpatrick, á dögunum og því verður forvitnilegt að sjá hvernig Diamond gengur að halda McIlroy á mottunni.

Risamótið í Quail Hallow verður síðasta tækifæri hans á árinu til að vinna risamót og þá koma í veg fyrir þriðja tímabilið í röð án þess að vinna slíkt mót.

Sjá frétt mbl.is: Níu ára samstarfi Rory og JP lokið

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert