Kristján Þór sigraði í annað sinn

Kristján Þór Einarsson, Valdís Þóra Jónasdóttir og Birgir Björn Magnússon.
Kristján Þór Einarsson, Valdís Þóra Jónasdóttir og Birgir Björn Magnússon. mbl.is/Árni Sæberg

Kristján Þór Einarsson úr Golfklúbbi Mosfellsbæjar sigraði í dag í árlegu góðgerðarmóti Nesklúbbsins, Einvíginu á Nesinu. Kristján sigraði einnig á mótinu árið 2014 en um er að ræða golfmót með óhefðbundnu fyrirkomulagi. 

Vinaliðaverkefnið, sem beitir sér gegn einelti í skólum, fékk eina milljón íslenskra króna frá DHL og Nesklúbbnum að mótinu loknu og veitti Guðjón Jóhannsson styrknum viðtöku. 

Ellefu kylfingum var boðið til leiks en alla jafna eru tíu kylfingar í mótinu. Einn datt út á hverri holu þar til á þeirri áttundu og næstsíðustu en þá féllu tveir úr keppni. Eftir stóðu þá Kristján og Guðmundur Rúnar Hallgrímsson úr Golfklúbbi Suðurnesja. Þurftu þeir að fara í einvígi eftir að hafa parað lokaholuna og vippaði Kristján nær holu. 

Guðmundur Rúnar Hallgrímsson púttar á Nesinu í dag. Í baksýn …
Guðmundur Rúnar Hallgrímsson púttar á Nesinu í dag. Í baksýn eru Björgvin Þorsteinsson, Kristján Þór Einarsson og Valdís Þóra Jónsdóttir. mbl.is/Árni Sæberg
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Oddur Óli Jónasson.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Oddur Óli Jónasson. mbl.is/Árni Sæberg
Björgvin Sigurbergsson og Björgvin Þorsteinsson.
Björgvin Sigurbergsson og Björgvin Þorsteinsson. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert