Lyfjakokteill í blóði Tiger Woods

Tiger Woods handtekinn í maí.
Tiger Woods handtekinn í maí. AFP

Að minnsta kosti fimm mismunandi lyf fundust í blóði kylfingsins Tiger Woods þegar hann var handtekinn vegna gruns um ölvun við akstur í maí síðastliðnum.

BBC greinir frá því í morgun að eiturefnapróf á kappanum hafi leitt í ljós að hann var undir áhrifum sterkra verkjalyfja, svefnlyfja, kvíðalyfja og nokkurs konar kannabislyfja. Mun kappinn hafa leitað sér sérfræðiaðstoðar eftir atvikið sem vakti mikla athygli.

Woods mætti fyrir dómara í síðustu viku og neitaði þá sök að hafa verið undir áhrifum, en nú er talið að hann muni játa ákæru um glæfralegan akstur. Mun hann sennilega fá 12 mánaða skilorðsbundinn dóm í kjölfarið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert