Birgit Engel gengur til liðs við Stjörnuna

Austurríska landsliðskonan Birgit Engel mun leika með Íslandsmeisturum Stjörnunnar á næstu leiktíð í DHL deildinni í handknattleik. Engel er 28 ára gömul og lék hér á landi með ÍBV frá 2002 til 2004. Engel lék sem línumaður í Vestmannaeyjum og var kjörinn besti varnarmaður deildarinnar vorið 2004.

Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfari Stjörnunnar sagðist í samtali við Morgunblaðið vera alsæll með að fá Engel til landsins en hún hefur leikið undir hans stjórn hjá tveimur félögum; ÍBV og þýska liðinu Weibern. ,,Hjá Weibern lék hún sem skytta og sem línumaður hjá ÍBV í fyrsta skipti á ferlinum. Hún er því mjög fjölhæf og spilar vel fyrir liðið.

Töluverðar breytingar verða á leikmannahópi meistaraliðsins en Jóna Margrét Ragnarsdóttir hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Jafnframt er Kristín Guðmundsdóttir gengin í Val og Anna Blöndal er í fríi frá handknattleik í sumar og hefur ekki tekið ákvörðun um framhaldið. Auk þess er fyrirliði liðsins, Kristín Clausen, með slitið krossband. Á móti kemur að Stjarnan hefur fengið Ástu Agnarsdóttur frá FH og tveir leikmenn snúnir til baka eftir meiðsli, þær Arna Gunnarsdóttir og Harpa Eyjólfsdóttir.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert