Ungverjar lögðu Íslendinga, 23:17

Snorri Steinn Guðjónsson skorar þrjú mörk í kvöld.
Snorri Steinn Guðjónsson skorar þrjú mörk í kvöld. mbl.is

Ungverjar báru sigurorð af Íslendingum 23:17 í fyrri æfingaleik þjóðanna af tveimur í Laugardalshöll í kvöld. Ungverjar höfðu undirtökin allan tímann. Þeir höfðu eins marks forystu í hálfleik, 10:9, en gerðu út um leikinn með góðum leikkafla í síðari hálfleik þegar þeir komust í 17:10.

Sóknarleikur íslenska liðsins var slakur. Hann var hægur og fyrirsjáanlegur og áttu varnarmenn Ungverja ekki í vandræðum með máttlitla sóknartilburði Íslandinga.

Mörk Íslands: Alexander Petersson 4, Jaliesky Garcia 4, Snorri Steinn Guðjónsson 3, Bjarni Fritzson 1, Sigfús Sigurðsson 1, Ásgeir Örn Hallgrímsson 1, Heimir Örn Árnason 1, Baldvin Þorsteinsson 1, Hannes Jón Jónsson 1.
Hreiðar Guðmundsson varði 9 skot þær 40 mínútu sem hann lék en Birkir Ívar Guðmundsson varði ekkert skot. Markverðir Ungverja vörðu hins vegar samtals 19 skot.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert