Lykilleikur gegn Íslendingum

Tomas Svensson og félagar í sænska landsliðinu fagna EM-titlinum sem …
Tomas Svensson og félagar í sænska landsliðinu fagna EM-titlinum sem þeir unnu árið 2002. Árvakur/Brynjar Gauti

Tomas Svensson, hinn margreyndi markvörður sænska landsliðsins í handknattleik, segir að leikurinn gegn Íslandi í Þrándheimi á fimmtudagskvöld, í fyrstu umferð EM, sé lykilleikur fyrir sænska liðið.

Svíar eru loksins komnir á stórmót á ný eftir mikla sigurgöngu á árum áður. Svensson var virkur þátttkandi í henni, hann er orðinn 39 ára gamall og hefur leikið með sænska landsliðinu í 20 ár, og hefur því upplifað alla sætustu sigra þess.

Nú eru væntingarnar ekki eins miklar í Svíþjóð og á þeim tíma og Svensson segir í samtali við www.folket.se í dag að það sé erfitt að meta möguleika liðsins.

„Það er erfitt að átta sig á því hve langt við getum náð í keppninni. Við erum með fínt lið en önnur eru sigurstranglegri. Okkar aðalmarkmið er að komast inní forkeppni Ólympíuleikanna. Ef við vinnum Evrópumótið, förum við beint á leikana. Fyrsti leikurinn á stórmóti er oftast talinn lykilleikurinn, og hann er kannski enn stærri fyrir okkur en venjulega þar sem þetta er okkar fyrsti leikur á stórmóti í nokkur ár. Síðan er mikilvægt að komast áfram með eins mörg stig og mögulegt er," sagði markvörðurinn.

Svensson var spurður um hvaða lið væru líkleg til sigurs. „Ég vil ekki spá neinu um það, en það er eðlilegast að í umræðunni séu lið eins og Frakkland, Ísland, Króatía og Þýskaland, sem hafa komist lengst á undanförnum árum. Eins hafa Pólland og Danmörk náð langt af og til. Við og Norðmenn erum kannski aðeins fyrir utan þennan hóp. Það eina sem er víst er að EM er gífurlega sterkt mót," sagði Svensson, sem leikur með Portland á Spáni og á þar hálft annað ár eftir af samningi sínum. Hann kveðast vonast eftir því að spila enn lengur en það, eða vel framá fimmtugsaldurinn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert