Ólafur líklega ekki með í næstu tveimur leikjum á EM

Ólafur Stefánsson er meiddur í læri og ríkir óvissa með …
Ólafur Stefánsson er meiddur í læri og ríkir óvissa með þátttöku hans í næstu leikjum. Brynjar Gauti

Ólafur Stefánsson leikur að öllum líkindum ekki íslenska landsliðinu í handknattleik í tveimur næstu leikjum þess að Evrópumeistaramótinu í handknattleik, gegn Slóvakíu á morgun á móti Frakklandi á sunnudag. Ólafur staðfesti þetta í samtali við mbl.is fyrir stundu.

Ólafur tognaði í aftanverðu hægra læri fyrir nokkrum dögum og versnaði til muna í viðureigninni við Svía í gærkvöldi. „Það hefur engan tilgang að pína Ólaf eins staðan er,““ sagði Alfreð Gíslason í samtali við mbl.is eftir æfingu landsliðsins í íþróttahöllinni í Þrándheimi nú um hádegið.

„Þetta er hundfúlt en ég ætla ekki að svekkja liðið mitt á þessu. Nú hljóta aðrir að sjá tækifæri í stöðunni, alltént eiga menn að hugsa þannig,“ sagði Ólafur Stefánsson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert