Erum ekki í liðinu til að horfa á Ólaf

Kim Andersson reynir skot í leikn Svía og Íslendinga.
Kim Andersson reynir skot í leikn Svía og Íslendinga. Reuters

„Ég og Einar [Hólmgeirsson] fáum aukna ábygð núna og verðum að vera klárir í að axla hana. Við erum í landsliðinu til þess að spila, ekki í þeim tilgangi að horfa á Ólaf Stefánsson,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson, landsliðsmaður í handknattleik, sem fær stærra hlutverk þegar ljóst er að Ólafur Stefánsson leikur ekki næstu tvo landsleiki Íslands á Evrópumeistaramótinu.

Ásgeir Örn verður strax í eldlínunni í dag þegar leikið verður við Slóvaka. „Það kemur maður í manns stað og nú verður það okkar að taka þennan slag og ég veit að við erum klárir í þann slag enda kemur ekkert annað til greina en sigur á móti Slóvökum.“ 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert