Geir verður ekki landsliðsþjálfari

Geir Sveinsson verður ekki eftirmaður Alfreðs Gíslasonar sem landsliðsþjálfari í …
Geir Sveinsson verður ekki eftirmaður Alfreðs Gíslasonar sem landsliðsþjálfari í handknattleik karla. Þorkell Þorkelsson

Geir Sveinsson verður ekki næsti landsliðsþjálfari Íslands í handknattleik karla. Hann staðfesti þetta fyrir fáeinum mínútum í samtali við fréttavef Morgunblaðsins og sagði hann persónulegar ástæður vera fyrir því að hann tekur ekki starfið að sér. 

Geir er þriðji aðilinn sem aþakkar starf landsliðsþjálfara á skömmum tíma. Hinir eru Svíinn Magnus Andersson og Dagur Sigurðsson, sem er eins og Geir fyrrverandi fyrirliði íslenska landsliðsins.

„Eftir fjögurra daga skoðun þá komst ég að þessari niðurstöðu. Líf mitt hefur breyst á síðustu árum og ég er farinn að gera annað en áður. Þar af leiðandi tel ég mig núna ekki hafa þann tíma sem fer í starf landsliðsþjálfara,“ sagði Geir Sveinsson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert