Takmarkið hefur ekkert breyst

Guðjón Valur Sigurðsson ætlar sér að komast í hraðaupphlaupin í …
Guðjón Valur Sigurðsson ætlar sér að komast í hraðaupphlaupin í dag. Jonas Ekströmer / Scanpix

„Það er að duga eða drepast gegn Svíunum og takmark okkar hefur ekkert breyst þrátt fyrir tapið gegn Pólverjum. Við ætlum að komast á Ólympíuleikana," sagði Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsmaður í handknattleik. Ísland mætir Svíþjóð í hreinum úrslitaleik um sæti á ÓL í Peking klukkan 16.15.

„Við eigum enn góða möguleika, þurfum bara að hugsa um líkamann og heilsuna fram að leik og mæta tilbúnir í slaginn. Það kemur ekkert annað til greina.

Svíar eru með mjög sterka vörn og markvörslu en ef við náum að standa okkar vörn og fá hraðaupphlaupin í gang getur allt gerst. Öll lið óttast okkar baráttuanda og hraðaupphlaupin, sem sést best á því hvernig þau bregðast við gegn okkur, hvernig þau hlaupa til baka í vörn til að reyna að verjast okkur," sagði Guðjón Valur Sigurðsson sem skoraði 5 mörk á síðustu 12 mínútunum gegn Pólverjum í gærkvöld.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert