Logi skoraði 10 mörk í sigri Lemgo

Logi Geirsson átti góðan leik með Lemgo í dag.
Logi Geirsson átti góðan leik með Lemgo í dag. mbl.is

Logi Geirsson fór mikinn með liði Lemgo í þýsku 1. deildinni í handknattleik í dag. Lemgo lagði Stralsunder, 33:24, á útivelli í 2. umferð deildarinnar í dag og skoraði Logi 10 mörk í leiknum, þar af fimm af vítalínunni.

Róbert Gunnarsson skoraði 4 af mörkum Gummersbach í sigri liðsins á Nordhorn, 32:30, eftir að hafa verið undir í hálfleik, 16:12.

Alfreð Gíslason fagnaði sínum fyrsta sigri sem þjálfari Kiel en meistararnir báru sigurorð af Balingen á útivelli, 30:24. Stefan Lövgren fyrirliði Kiel var í banastuði og skoraði 11 mörk.

Jaliesky Garcia skoraði 2 mörk fyrir Göppingen sem sigraði Melsungen á útivelli, 29:26.

Magdeburg, Füche Berlin, Lemgo og Göppingen hafa öll 4 stig en meistarar Kiel koma þar á eftir með 3 stig.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert