Landsliðið hættir við þátttöku í móti í Hollandi

Júlíus Jónasson, landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik, fer ekki með lið …
Júlíus Jónasson, landsliðsþjálfari kvenna í handknattleik, fer ekki með lið sitt á æfingamót í Hollandi í næstu viku. mbl.is/Ómar

Stjórn Handknattleikssambands Íslands hefur ákveðið að draga kvennalandsliðið í handknattleik út úr Opnu handknattleiksmóti sem fram fer í næstu viku í Rotterdam. Í fréttatilkynningu frá HSÍ segir að þetta sé gert vegna þeirrar óvissu sem ríður yfir íslenskt þjóðfélag þessa dagana.

Þess í stað verður íslenska landsliðið í æfingabúðum hér á landi í næstu viku en það er að hefja undirbúning fyrir forkeppni heimsmeistaramótsins sem fram fer í lok nóvember.

Ákvörðun HSÍ dag er gerði í fullu samráði við hollenska  handknattleikssambandið.
 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert