Andri Snær Stefánsson: Leikgleðin er ótrúlega mikil

Andri í leik gegn FH.
Andri í leik gegn FH. mbl.is/Þórir

Akureyringar hafa byrjað leiktíðina vel í N1 deildinni í handknattleik karla og hafa unnið þrjá af fyrstu fimm leikjum sínum. Þeir eru nú ásamt FH-ingum í 2. - 3. sæti deildarinnar og kann það að koma einhverjum á óvart eftir hrakspár sumarsins þegar liðið missti frá sér sterka leikmenn.

Andri Snær Stefánsson, leikmaður Akureyringa, segir norðanmenn fyrst og fremst vera með leikgleðina að vopni: „Við erum í raun og veru bara að hafa gaman að þessu. Það er mjög góður mórall í leikmannahópnum og við tókum aðeins eitt skref í einu. Leikgleðin er ótrúlega mikil og stemningin fyrir norðan er góð þar sem við erum komnir með góðan heimavöll. Þetta gengur vel núna og það er stefnan að halda því áfram,“ sagði Andri í samtali við mbl.is en hann var markahæstur Akureyringa í sigrinum á Víkingi í dag.

Nánar er rætt við Andra í íþróttablaði Morgunblaðsins á mánudaginn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert