Haukar hristu af sér slenið og burstuðu Víking

Sigurbergur Sveinsson leikmaðurinn snjalli í liði Hauka.
Sigurbergur Sveinsson leikmaðurinn snjalli í liði Hauka. mbl.is/hag

Íslandsmeistarar Hauka í handknattleik karla tóku á móti nýliðunum í Víkingi í N1 deildinni á Ásvöllum í dag. Haukar unnu stórsigur 37:23 eftir að hafa verið yfir 18:14 í hálfleik.

Sigurbergur Sveinsson var markahæstur hjá Víkingum með átta mörk en næstir komu hornamennirnir Stefán Már Sigurmannsson og Einar Örn Jónsson með sex mörk hvor. Gísli Guðmundsson stóð í markinu og varði 25 skot.

Davíð Ágústsson línumaður Víkinga var markahæstur þeirra með fimm mörk.  Björn Viðar Björnsson varði 18 skot í markinu gegn sínum gömlu félögum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert