Leikmenn Stjörnunnar fá ekki efnda samninga sína

Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, gæti orðið fyrir leikmannaflótta, verði hann …
Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, gæti orðið fyrir leikmannaflótta, verði hann áfram þjálfari liðsins. mbl.is/Hag

Leikmenn meistaraflokks Stjörnunnar í handknattleik geta allir með tölu leitað á önnur mið í félagsskiptaglugganum í janúar, því samningar þeirra verða ekki efndir að hálfu handknattleiksdeildar liðsins. Þetta staðfesti Þór Jónsson, formaður deildarinnar, við mbl í kvöld.

Þór segir fjárhag handknattleiksdeildarinnar bágan, og því sé ekki unnt að greiða leikmönnum þau laun sem samningar þeirra kveða á um.

Stjarnan etur kappi við Fram í Safamýrinni á laugardag klukkan 16 og neyðast til þess að leika í aðalbúningum sínum, því að sögn Þórs, hafa þeir ekki efni á því að kaupa varabúninga á liðið.

Meira um málið í laugardagsblaði Morgunblaðsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert